Alþjóðamarkaðsátak Betsson

Reading time2 min

Betsson kynnir til sögunnar „A Bet Makes the Difference“ (Veðmál gerir gæfumuninn) sem er alþjóðamarkaðsátak sem leggur áherslu á spennuna við veðmál fremur en stærð vinningana. Auglýsingarnar birtast víða um Evrópu og Suður-Ameríku.

Betsson Group hefur framleitt glæsilegar auglýsingar fyrir flaggskip sitt, Betsson, sem fagnar sextugsafmæli sínu á þessu ári. Betsson hefur vaxið gríðarlega mikið undanfarin ár og er aðalstyrktaraðili hins goðsagnakennda félags, Boca Juniors, í Argentínu. Jesper Svensson, framkvæmdastjóri Betsson Group, greinir betur frá auglýsingarherferðinni: „Okkur hefur vaxið ásmegin á fjölda markaða og einnig eflt framleiðsluteymi okkar sem hefur útbúið metnaðarfyllstu auglýsingar okkar hingað til sem skipa Betsson í allra fremstu röð.“

Nýstárlegt markaðsátak Betsson gengur út á að sýna spennuna við að leggja undir. Stærð vinningana er aukaatriði. Kay Höök, alþjóðlegur vörumerkjastjóri hjá Betsson segir: „Við ráðum ekki spennustiginu í leik eða gulltryggjum vinninga en við getum fullvissað viðskiptavini okkar um að öll stærð veðmála, bæði stór og smá, magna upp spennuna. Önnur fyrirtæki leggja áherslu á stóra og skjóta vinninga en við viljum að viðskiptavinir okkar fyrst og fremst njóti spennunnar sem fylgja veðmálum.”

Ein auglýsinganna sýnir hvernig tilþrifalitlum leik er breytt í stórkostlega lífsreynslu þegar áhorfandi í stúkunni leggur undir. Leikstjóri auglýsingarinnar, Rodrigo Saavedra hjá Immigrant, sýnir á dramatískan hátt tilfinningaflæðið og skemmtunina sem fylgir veðmáli.

Kay Höök útskýrir þetta frekar, „Markmið okkar er að viðskiptavinurinn skemmti sér og njóti spennunnar.  Við viljum ekki að stærð vinningsins skipti máli heldur sú upplifun að ef þú veðjar á ábyrgan hátt þá nýturðu spennunnar þrátt fyrir að vinna ekki.”

Betsson vill endurmóta iðnaðinn á heimsvísu með þessari markaðsherferð sem leggur höfuðáherslu á ábyrga skemmtun.