Félagslegt átak fyrir knattspyrnukonur

Reading time2 min

Betsson styður StarScout sem stendur fyrir mögnuðu átaki sem er umfjöllunarefni heimildaþáttaraðar sem verður frumsýnd í október.

Heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu er fram undan 20. júlí og StarScout og Betsson hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á kvennafótbolta. Í rúman mánuð leitaði StarScout uppi konur í Brasilíu sem stefndu á atvinnumennsku í knattspyrnu og skráði þær til þátttöku í keppni sem gæti breytt lífi þeirra. Sextán ungar konur á aldrinum 16-25 ára fá tækifæri til að tryggja sér umboðsmenn, samninga og ahliða hjálp við að flytja búferlum á nýjar slóðir þar sem björt framtíð biði þeirra.

Úrslitin fóru fram 15. júlí á Arena Barueri sem laðaði að sér útsendara frá brasilískum félagsliðum. Fyrrverandi sendiherra Betsson, Zé Roberto, sem spilaði fyrir Real Madrid og Bayern Munchen, tók á móti keppendunum á heimili sínu. Hann stjórnaði æfingu hjá þeim og sagði þeim frá glæsilegum ferli sínum.

„Við erum mjög stolt af því að standa að baki svo mikilvægu verkefni. Margar útvöldu ungu kvennana  geta ekki sinnt æfingum reglulega vegna þess að þær verða að afla sér lífsviðurværis. Kvennafótbolti nýtur ekki sama stuðnings og karlafótboltinn. Við viljum útvega ungu konunum tækifæri og styðja uppvöxt kvennafótbolta,” segir Andre Gelfi hjá Betsson.

Hver hluti heimildarþáttaraðarinnar verður 30 mínútna langur og sýndur á YouTube.

Heimasíða átaksins: https://www.starscout.tv/pt-br/